Kristall Máni Ingason hefur leikið framar á vellinum hjá Víkingi í upphafi Íslandsmótsins í ár miðað við tímabilið í fyrra.
Kristall er nítján ára og er að upplagi framsækinn miðjumaður. Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari Fótbolta.net, spurði Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, út í Kristal í viðtali eftir 2-3 útisigur á Stjörnunni í gær.
Kristall er nítján ára og er að upplagi framsækinn miðjumaður. Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari Fótbolta.net, spurði Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, út í Kristal í viðtali eftir 2-3 útisigur á Stjörnunni í gær.
„Hann er með svakalega mikil gæði, hann er góður í að finna sér pláss, með mjög góða tækni," sagði Arnar.
„Ástæðan fyrir því að hann spilaði djúpur á miðju í fyrra var sú að hann var einfaldlega ekki nægilega fit til að geta farið fram og til baka eins og góðum miðjumanni sæmir. Núna er orðinn það (fit)."
„Mér fannst eiga mjög góða leiki þar og lærði mikið. Það má ekki gleyma því að þegar við tókum hann til okkar þá var hann orðinn hægri bakvörður hjá FC Köbenhavn. Við breyttum honum fljótt í miðjumann, hann er virkilega flottur spilari og verður bara betri og betri," sagði Arnar.
Athugasemdir