lau 14. maí 2022 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Alisson: Var þetta ekki góð varsla?
Alisson varði vítið frá Mason Mount
Alisson varði vítið frá Mason Mount
Mynd: Getty Images
Alisson Becker, markvörður Liverpool, var í skýjunum eftir sigur liðsins á Chelsea í úrslitum enska bikarsins í dag en þetta var í áttunda sinn sem liðið vinnur þennan bikar.

Liverpool vann Chelsea í annað sinn í vítaspyrnukeppni þetta árið en liðið vann einnig í enska deildabikarnum í febrúar.

„Þetta er yndislegt og við spiluðum svo vel. Það var synd að skora ekki í leiknum en þetta var alvöru bardagi og náðum að halda hreinu. Strákarnir gerðu svo ótrúlega vel í vítaspyrnukeppninni að skora þessi mörk. Ég varð að verja þetta síðasta víti," sagði Alisson

„Ég er svo ótrúlega ánægður. Ég og Mendy vorum að verja frábærlega. Ég hefði ekki getað þetta án liðsins. Þeir lögðu mikið á sig og gerðu þetta auðveldara fyrir mig."

Alisson varði frá Mason Mount í bráðabana vítaspyrnukeppninnar áður en Kostas Tsimikas tryggði bikarinn.

„Var þetta ekki góð varsla? Allir markmannsþjálfararnir hjálpuðu mér að taka ákvarðanir. Þetta eru magnaðir leikmenn og Chelsea gerði vel en við áttum sigurinn skilið. Ég get bara varið en við verðskulduðum þennan sigur."

„Þetta gefur okkur meira sjálfstraust í úrvalsdeildinni og líka fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. Þetta er magnað augnablik og við ætlum að njóta þess,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner