Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. maí 2022 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Svakalegt mark Sæunnar skilaði Þrótturum sigri í Eyjum
Þróttur vann góðan endurkomusigur á ÍBV
Þróttur vann góðan endurkomusigur á ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 1 - 2 Þróttur R.
1-0 Ameera Abdella Hussen ('32 )
1-1 Murphy Alexandra Agnew ('79 )
1-2 Sæunn Björnsdóttir ('83 )
Lestu um leikinn
Þróttur R. vann magnaðan, 2-1, endurkomusigur á ÍBV í Bestu deild kvenna í dag en leikið var á Hásteinsvelli. Gestirnir voru einu marki undir þegar lítið var eftir af leik en náðu að snúa við taflinu.

Vindurinn spilaði inn í aðstæðurnar í Eyjum en Eyjakonur spiluðu með vindi í fyrri hálfleiknum. Á 28. mínútu fékk Ameera Abdella Hussen gott færi til að skora eftir undirbúning Kristínar Ernu Sigurlásdóttur en Íris Dögg Gunnarsdóttir varði vel.

Hún kom þó ekki í veg fyrir mark fjórum mínútum síðar. Aftur var það Kristín sem bjó til markið en hún fann Ameeru í svæði og gerði hún vel í að klára færið.

Undir lok fyrri hálfleiks komst Kristín í dauðafæri en Íris gerði vel í að verja.

Þróttarar fengu vindinn með sér í lið í þeim síðari og nýttu þær hann en þó ekki fyrr en lítið var eftir. Jöfnunarmarkið kom á 79. mínútu er Katla Tryggvadóttir átti skot í stöng og var Murphy Alexandra Agnew mætt til að hirða frákastið og koma boltanum inn fyrir línuna.

Fjórum mínútum síðar gerði Sæunn Björnsdóttir sigurmarkið fyrir Þrótt og var það af allra dýrustu gerð. Hún lét bara vaða af 40 metra færi og með smá hjálp frá vindinum söng boltinn í netinu.

Glæsilegur sigur Þróttara sem ná í annan sigur sinn í Bestu deildinni í sumar og er liðið nú með 7 stig eftir fyrstu fjóra leikina og situr í 4. sæti deildarinnar en ÍBV er með 4 stig í 7. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner