banner
   lau 14. maí 2022 20:58
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Er það ekki algjör klikkun?
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool. var hæstánægður með að hafa unnið enska bikarinn með liðinu eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea á Wembley í dag.

Þetta er annar bikarinn sem Liverpool vinnur á þessu tímabili en liðið vann einnig Chelsea í vítaspyrnukeppni í deildabikarnum í febrúar.

Alisson varði eitt víti í vítaspyrnukeppninni áður en Kostas Tsimikas tryggði sigurinn.

Klopp hefur þar með unnið allt sem hægt er að vinna sem þjálfari Liverpool.

„Er það ekki algjör klikkun? Þetta er svo þýðingarmikið fyrir mig," sagði Klopp.

„Þetta var gjörsamlega magnað, ótrúleg og í mjög svo erfiðum leik gegn Chelsea. Þeir hefðu alveg eins og við átt skilið að vinna á sama hátt, alveg eins og í deildabikarnum. Það er svo stutt á milli."

„Ég gæti ekki verið stoltari af strákunum og dagsverki þeirra, hvernig þeir börðust og svo þurftum við að gera breytingar snemma. Ég held að Virgil sé í lagi en hann fann aðeins til í vöðvanum."

„Það var taugatrekkjandi að fara inn í vítaspyrnukeppnina. Neglurnar eru farnar en ég finn rosalega til með Chelsea, í annað sinn. 120 mínútur og þeir fá ekkert, það er hrikalegt. En ég er auðvitað ánægður fyrir okkar hönd,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner