Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon Rafn er að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik
Hákon Rafn er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins með 17 leiki að baki.
Hákon Rafn er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins með 17 leiki að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson er kominn inn af bekknum í spennandi úrvalsdeildarslag þar sem Brentford er að spila útileik gegn Brighton & Hove Albion.

Hákon Rafn ver því mark Brentford allan seinni hálfleikinn en hann kom inn á 36. mínútu eftir meiðsli Mark Flekken sem er aðalmarkvörður Brentford.

Hákon Rafn er 23 ára gamall og á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Brentford, en hann er að spila sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í dag.

Hákon hefur varið mark Brentford í tveimur leikjum hingað til en þeir voru báðir í deildabikarnum gegn Colchester og Leyton Orient. Hákon varði fjögur skot og fékk eitt mark á sig í þessum tveimur leikjum en fékk ekki að verja mark Brentford í næstu umferð deildabikarsins sem var gegn Newcastle. Sá leikur tapaðist 3-1.

Staðan er markalaus eftir fyrri hálfleik Brighton og Brentford en heimamenn í liði Brighton hafa verið að gera sig líklega til að skora. Þeir hafa átt 15 marktilraunir í fyrri hálfleik gegn tveimur frá Brentford, en Brentford kom boltanum þó í netið en markið ekki dæmt gilt vegna afar naumrar rangstöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner