Hákon Rafn Valdimarsson kom inn af bekknum og varði mark Brentford í markalausu jafntefli á útivelli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var frumraun Hákonar í bestu deild í heimi og stóð hann sig með sóma. Amazon Prime náði stuttu viðtali við Hákon að leikslokum.
„Þetta var ótrúleg upplifun fyrir mig. Maður er alltaf hissa þegar maður kemur inn af bekknum sem markvörður," sagði Hákon.
„Ég kom inn í mjög hraðan fótboltaleik en mér leið vel. Ég er ánægður að hafa haldið hreinu."
Athugasemdir