Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fös 14. júní 2019 09:10
Elvar Geir Magnússon
Ísland upp um fimm sæti á lista FIFA
Icelandair
Á uppleið!
Á uppleið!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu sitja í 35. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem kom út í morgun.

Ísland vann Albaníu og Tyrkland í liðnum landsleikjaglugga og þeir sigrar koma liðinu upp um fimm sæti.

Staða fjögurra efstu liða helst óbreytt en Portúgal fer upp um tvö sæti eftir að hafa unnið Þjóðadeildina.

Efstu þjóðir:
1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Portúgal
6. Króatía
7. Spánn
8. Úrúgvæ
9. Sviss
10. Danmörk
11.-12. Þýskaland
11.-12. Argentína
13. Kólumbía
14.-15. Ítalía
14.-15. Holland
16. Síle
17. Svíþjóð
18. Mexíkó
19. Pólland
20. Íran
Hvernig fer KR - ÍBV á sunnudag?
Athugasemdir
banner