Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Kennir mér meira en þessi árangursríku ár þar á undan"
Arnór SIgurðsson leggur upp annað mark leiksins
Arnór SIgurðsson leggur upp annað mark leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson snýr aftur til CSKA Moskvu í sumar eftir vonbrigðatímabil með Venezia á Ítalíu en hann segist hafa lært mikið af þessu ævintýri.

Arnór skaust fljótt upp á stjörnuhimininn. Hann spilaði frábærlega með sænska liðinu Norrköping áður en hann var keyptur til CSKA árið 2018.

Byrjun hans hjá CSKA var stórfengleg og lifir það lengi í minnum manna er hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Evrópumeisturum Real Madrid á Santiago Bernabeu í desember sama ár.

Vængmaðurinn hefur átt hæðir og lægðir í boltanum en Arnór segist hafa lært mikið af því að fara til Venezia á láni fyrir síðasta tímabil. Hann fékk lítinn spiltíma þar er Venezia féll beint niður í B-deildina, en Arnór segir þetta ár ekki hafa farið í vaskinn.

Arnór var með bestu mönnum landsliðsins í sumarglugganum og eins og spekingarnir orðuðu það, þá var þetta endurnýjun lífdaga, hjá þessum hæfileikaríka Skagamanni.

„Nei, alls ekki. Ég lít á þetta sem mjög lærdómsríkt ár sem kennir mér meira en þessi árangursríku ár þar á undan. Það er smá frí núna og svo bara 'back on track', en alls ekki ár í vaskinn. Ég mun taka þetta ár með mér í reynslubankann," sagði Arnór, sem mun snúa til CSKA. Hann á tvö ár eftir af samningi þar.

„Ég á tvö ár eftir þar. Það er frí og svo 'full focus' þar. Mjög spennandi," sagði hann í lokin.
Arnór Sig ekki ánægður með gluggann: Eigum að gera kröfu á meira
Athugasemdir
banner
banner