Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. júní 2022 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mál Greenwood enn til rannsóknar hjá lögreglunni
Mason Greenwood
Mason Greenwood
Mynd: EPA
Enski leikmaðurinn Mason Greenwood er enn í tímabundnu banni hjá Manchester United og er áfram laus gegn tryggingu á meðan lögreglan rannsakar mál hans en þetta staðfesti Man Utd við Mirror í gær.

Þessi tvítugi sóknarmaður var handtekinn í janúar grunaður um gróft ofbeldi og nauðgun í garð kærustu sinnar.

Kærasta hans birti myndir af áverkum sínum og fullyrti að Greenwood væri á bakvið verknaðinn en auk þess fylgdi hljóðupptaka þar sem leikmaðurinn neyðir hana til að stunda samræði við sig.

Lögreglan handtók Greenwood í kjölfarið og hefur hann verið í tímabundnu leyfi hjá United síðan.

Einhver orðrómur var um það á Twitter í gær að rannsóknin yrði felld niður á næstu dögum og að leikmaðurinn væri klár í að ferðast með United í æfingaferðalag í næsta mánuði en United hafnar því.

Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur ekkert breyst varðandi stöðu hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner