Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. júní 2022 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru liðin sem U21 landsliðið getur mætt í umspilinu
Icelandair
Strákarnir eru á leið í umspil.
Strákarnir eru á leið í umspil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir í U21 landsliðinu gerðu ótrúlega vel í glugganum sem var að klárast núna.

Liðið spilaði þrjá leiki í undankeppni EM og vann þá alla með markatölunni 17-1 samanlagt. Með þessum flottum úrslitum náði liðið að tryggja sér annað sætið í sínum riðli og þar með þáttökurétt í umspilinu fyrir lokakeppni EM á næsta ári.

Stórgóður árangur en núna er það komið á hreint hvaða liðum strákarnir geta mætt í umspilinu.

Liðin eru:
Úkraína
Danmörk
Króatía
Tékkland
Slóvakía
Írland
Ísrael

Liðin átta verða sett í einn pott og svo verður dregið, bara einfalt. Það er engin styrkleikaröðun eða neitt þannig. Liðið sem verður dregið fyrst í hvert einvígi mun leika fyrri leikinn á heimavelli.

Dregið verður eftir nákvæmlega viku, þann 21. júní. Svo verður leikið eitt tveggja leikja einvígi og fer sigurliðið úr því einvígi á lokamótið. Leikirnir verða spilaðir svo í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner