Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 14. júlí 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Clive Tyldesley skipt út eftir 22 ár hjá ITV - Reiður og hissa
Clive Tyldesley.
Clive Tyldesley.
Mynd: Getty Images
Clive Tyldesley, einn þekktasti fótboltalýsand Englands, hefur verið leystur frá störfum hjá ITV.

Tyldesley hefur verið aðallýsandi ITV undanfarin 22 ár en hann fékk þau skilaboð á dögunum að krafta hans sé ekki lengur óskað. Sam Matterface mun taka við starfi hans hjá ITV.

„Ég fékk að vita af þessu fyrir þremur dögum svo ég hef fengið tíma til að melta þetta en ég ef samt ekki áttað mig á þessu," sagði Tyldesley.

„Til að það komi skýrt fram þá er þetta ákvörðun ITV, ekki mín. Ég er pirraður, reiður og hissa."

Tyldesley var mjög óánægður með enska landsliðið í tapinu fræga gegn Íslandi á EM 2016. Tyldesley ákvað á einhvern ótrúlegan hátt ákvað að líkja Íslandi við lið San Marino og fékk gagnryni fyrir frá enskum stuðningsmönnum.
Athugasemdir
banner
banner