Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 13:40
Ívan Guðjón Baldursson
Man City ætlar að nýta riftunarákvæðið hjá Dani Olmo
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ítalski fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio, sem starfar fyrir Sky á Ítalíu, greinir frá því að Manchester City ætli að nýta riftunarákvæðið sem er í samningi Dani Olmo við RB Leipzig.

Hinn 26 ára gamli Olmo hefur hrifið áhorfendur með frammistöðu sinni á Evrópumótinu í Þýskalandi, en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum við RB Leipzig sem gildir til næsta laugardags.

Á sunnudaginn eftir viku fellur söluákvæðið úr gildi og þá mun Leipzig geta hafnað tilboðum í leikmanninn sinn.

Þangað til verður Olmo falur fyrir 60 milljónir evra, en Pep Guardiola þjálfari Man City hefur miklar mætur á honum.

Olmo vill ólmur skipta yfir til stærra félags en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Leipzig.

Olmo hefur í heildina spilað 148 leiki fyrir Leipzig, skorað í þeim 29 mörk og gefið 34 stoðsendingar. Hann er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum á EM eftir að hafa verið settur inn í byrjunarliðið til að fylla í skarðið fyrir meiddan Pedri.

Þess má geta að Fabrizio Romano, samlandi og kollegi Gianluca Di Marzio, segir þessar fregnir ekki vera réttar. Hann segir að Man City hafi engan áhuga á Dani Olmo, en það séu önnur félög reiðubúin til að berjast um hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner