Juan Mata, fyrrum landsliðsmaður Spánar, segist finna fyrir hræðslu fyrir úrslitaleik Englands og Spánar í Evrópumótinu í kvöld.
Fótbolti.net er með beina textalýsingu frá leiknum
Fótbolti.net er með beina textalýsingu frá leiknum
Lestu um leikinn: Spánn 2 - 1 England
Englendingar eru að spila til úrslita í annað sinn í röð en þetta er fyrsti úrslitaleikur Spánverja síðan 2012.
Spænska liðið hefur verið best spilandi lið mótsins á meðan Englendingar hafa verið ósannfærandi. Frammistaða þeirra hefur batnað í síðustu tveimur leikjum en Spánverjar eru líklegri aðilinn fyrir leikinn í kvöld.
„Við [Spánverjar] erum hræddir. Í gær var ég fullur sjálfstrausts, en í dag er ég hræddur. Það eru leikmenn þarna sem geta unnið leikinn á einu augabragði. Við vitum að við komum inn í þennan leik sem líklegri aðilinn, en við vitum líka hvað Englendingar eru færir um,“ sagði Mata við BBC.
Mata lék 41 leik og skoraði 10 mörk fyrir spænska landsliðið og varð meðal annars heims- og Evrópumeistari með liðinu 2010 og 2012.
Athugasemdir