Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 17:14
Brynjar Ingi Erluson
MIðjumaður Brighton á leið til Tyrklands
Mynd: EPA
Kacper Kozlowski, miðjumaður Brighton á Englandi, er á leið til Gaziantespor í Tyrklandi.

Kozlowski er tvítugur leikmaður sem tókst aldrei að spila leik fyrir aðallið Brighton.

Hann var keyptur til félagsins fyrir tveimur árum eftir frábæra spilamennsku með Pogo? Szczecin í heimalandinu. Þar var hann valinn nýliði ársins í pólsku úrvalsdeildinni.

Brighton lánaði hann þrisvar sinnum út. Fyrst til Union SG í Belgíu og þá lék hann síðustu tvær leiktíðir hjá Vitesse í Hollandi.

Samkvæmt Fabrizio Romano er hann nú á leið til Gaziantespor í Tyrklandi. Félagið hefur sent fram tilboð og er búist við að félögin nái samkomulagi á næstu dögum.

Brighton hefur gefið græna ljósið á að selja þennan öfluga miðjumann.

Kozlowski spilaði 6 A-landsleiki með Póllandi árið 2021 en hefur ekki spilað landsleik síðan.
Athugasemdir
banner
banner