Arsenal og Manchester United munu berjast um úkraínska leikmanninn Viktor Tsygankov í sumarglugganum en þetta segir spænska blaðið AS.
Tsygankov kom að fimmtán mörkum með Girona í öllum keppnum á síðustu leiktíð er liðið kom sér í Meistaradeild Evrópu.
Úkraínumaðurinn er einn eftirsóttasti biti sumarsins en bæði Arsenal og Man Utd vilja fá hann.
Samkvæmt spænsku blöðunum er Tsygankov með 30 milljóna evra klásúlu og er United sagt líklegast til að virkja það ákvæði.
Erik ten Hag, stjóri United, hefur rætt við leikmanninn og tjáð honum að hann vilji fá hann til félagsins í sumar.
Tsygankov er 26 ára gamall og getur spilað bæði sem kantmaður og framarlega á miðsvæðinu.
Athugasemdir