Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   mán 14. ágúst 2017 20:54
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Óli Stefán: Juanma er tilfinningasprengja
Óli Stefán var ánægður með sigurinn gegn ÍA í kvöld
Óli Stefán var ánægður með sigurinn gegn ÍA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að finna einhver orð yfir þetta þá er það rosalegur léttir," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld, 3-2. Fyrir leikinn hafði Grindavík tapað fjórum leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 ÍA

Grindvíkingar lentu tvisvar undir gegn Skagamönnum í kvöld en sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin, þökk sé vítaspyrnumörkum Andra Rúnars Bjarnasonar.

„Við höfum alltaf haldið áfram sömu vinnunni, og reynt. Ég get sagt þér það í fyrri hálfleik að þegar Alexander klikkar á dauðafæri og Rene klikkar á dauðafæri, þá hélt ég að við værum að fara í gegnum enn einn svona kafla. En gríðarlega sterkt hjá strákunum að halda áfram, og þá sér í lagi að lenda tvisvar undir á móti sterku Skagaliðið. Þeir eru svo physical og það er svo erfitt að spila á móti þeim."

Fyrir mót settu Grindvíkingar upp markmið að ná 22 stigum og átti það að duga þeim til þess að halda sæti sínu í deildinni. Markmiðið náðist í dag.

„Við höfum í undanförnum leikjum, á meðan að við höfum verið í þessum kafla, þá höfum við tekið það svolítið frá og fókusað að eitt verkefni í einu. Undir niðri erum við að fara að gera betur en Grindavík hefur gert áður."

Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur lék í öftustu varnarlínu í kvöld, en ekki á miðjunni líkt og hann hefur gert í sumar.

„Ég vildi hafa vinstri fótar mann niðri í hafsentnum. Vegna þess að það gefur okkur meiri möguleika sóknarlega, eins líka að fá leiðtogann niður í öftustu línu. Hann brást mér ekki í dag.".

Juanma Ortiz átti ótrúlega innkomu í lið Grindavíkur í dag en hann kom inn á 69. mínútu. Á 20 mínútum tókst honum að fiska víti, sem Andri Rúnar skoraði úr, skora sjálfur og fá tvö gul spjöld og þar með rautt.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann í dag. Þó hann hafi gert mistök með því að fagna og fara úr og fá gult spjald, þá fyrirgef ég honum það algjörlega. Hann er tilfinningasprengja og það er hans leikur. Á endanum var það hans innkoma sem réði úrslitum í dag."
Athugasemdir
banner