Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 14. ágúst 2017 20:54
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Óli Stefán: Juanma er tilfinningasprengja
Óli Stefán var ánægður með sigurinn gegn ÍA í kvöld
Óli Stefán var ánægður með sigurinn gegn ÍA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að finna einhver orð yfir þetta þá er það rosalegur léttir," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld, 3-2. Fyrir leikinn hafði Grindavík tapað fjórum leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 ÍA

Grindvíkingar lentu tvisvar undir gegn Skagamönnum í kvöld en sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin, þökk sé vítaspyrnumörkum Andra Rúnars Bjarnasonar.

„Við höfum alltaf haldið áfram sömu vinnunni, og reynt. Ég get sagt þér það í fyrri hálfleik að þegar Alexander klikkar á dauðafæri og Rene klikkar á dauðafæri, þá hélt ég að við værum að fara í gegnum enn einn svona kafla. En gríðarlega sterkt hjá strákunum að halda áfram, og þá sér í lagi að lenda tvisvar undir á móti sterku Skagaliðið. Þeir eru svo physical og það er svo erfitt að spila á móti þeim."

Fyrir mót settu Grindvíkingar upp markmið að ná 22 stigum og átti það að duga þeim til þess að halda sæti sínu í deildinni. Markmiðið náðist í dag.

„Við höfum í undanförnum leikjum, á meðan að við höfum verið í þessum kafla, þá höfum við tekið það svolítið frá og fókusað að eitt verkefni í einu. Undir niðri erum við að fara að gera betur en Grindavík hefur gert áður."

Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur lék í öftustu varnarlínu í kvöld, en ekki á miðjunni líkt og hann hefur gert í sumar.

„Ég vildi hafa vinstri fótar mann niðri í hafsentnum. Vegna þess að það gefur okkur meiri möguleika sóknarlega, eins líka að fá leiðtogann niður í öftustu línu. Hann brást mér ekki í dag.".

Juanma Ortiz átti ótrúlega innkomu í lið Grindavíkur í dag en hann kom inn á 69. mínútu. Á 20 mínútum tókst honum að fiska víti, sem Andri Rúnar skoraði úr, skora sjálfur og fá tvö gul spjöld og þar með rautt.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann í dag. Þó hann hafi gert mistök með því að fagna og fara úr og fá gult spjald, þá fyrirgef ég honum það algjörlega. Hann er tilfinningasprengja og það er hans leikur. Á endanum var það hans innkoma sem réði úrslitum í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner