Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 14. ágúst 2020 21:27
Sverrir Örn Einarsson
Óskar Örn: Frekar skrýtnar aðstæður
Óskar Örn Hauksson
Óskar Örn Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„VIð fórum illa með færin sem við fengum í þessum leik og algjör óþarfi að tapa honum en “
Sagði Óskar Örn Hauksson fyrirliði KR eftir 1-2 tap KR gegn FH að Meistarvöllum í kvöld. En KR stýrði umferðinn stærstan hluta leiks og eflaust hægt að færa rök fyrir því að þeir hafi átt skilið í það minnsta stig úr leiknum.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Leikurinn í kvöld var sá fyrsti eftir nokkra vikna hlé á mótahaldi í landinu vegna heimsfaraldurs Covid-19, Hvernig er fyrir leikmenn eins og Óskar sem eru ekki þeir yngstu að eiga við svona hlé í mótinu?

„Það er ekkert mál. Við erum búnir að vera æfa allann tímann og þetta eru nú ekki nema 2-3 vikur síðan við spiluðum síðast og engin mánuður á milli . Þetta er meira að það er alltaf verið að gefa í og úr með þessa deild. Það er aðallega það sem hefur tekið á en fínt að þetta sé komið af stað og lítur út fyrir að við fáum að klára þetta mót.“

Aðstæður á leiknum voru að sjálfsögðu nokkuð sérstakar þar sem engir áhorfendur voru viðstaddir og ítrustu sóttvarnarráðstöfunum fylgt fyrir og eftir leik. Hvernig er að spila við þessar aðstæður?

„Auðvitað eru þetta frekar skrýtnar aðstæður ég verð nú að viðurkenna það. En þegar inn í leikinn er komið þá er maður lítið að pæla í því. Þá er þetta bara fótboltaleikur en allt í kring er frekar sérstakt það er ekki hægt að neita því.“

Sagði Óskar Örn en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner