Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fös 14. ágúst 2020 20:46
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Þeir nýttu sína sénsa
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara alltaf jafn fúlt að tapa fótboltaleikjum og við erum mjög ósáttir við að tapa. Við teljum okkur hafa átt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við spilum þennan leik ágætlega fyrir utan einhvern 15-20 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks þar við hleyptum FHingum alltof mikið inn í leikinn en svona er þetta. FH er gott lið og þeir nýttu sína sénsa en það gerðum við ekki.“
Sagði Rúnar Kristinnsson þjálfari KR um leikinn eftir 1-2 tap hans manna gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Leikurinn í kvöld markar annað upphaf á tímabilinu hér heima eftir að hlé var gert á mótinu vegna Covid-19 um síðastliðin mánaðarmót.
Evrópuleikir eru framundan hjá KR og fleiri liðum og því væntanlega kærkomið að mótið hafi farið af stað á þessum tímapunkti í aðdraganda þeirra leikja.

„Það er gríðarlega mikilvægt og það sést í dag. Við erum fínir í fyrri hálfleik en þreyta í upphafi síðari hálfleiks. VIð náðum að hrista það af okkur og keyra upp smá tempó síðustu 25 og náðum að setja smá pressu á Fhingana en það var í mikilli neyð.Við vorum undir og menn þurftu að bæta aðeins í. Þetta er einhverstaðar þarna en það er þessi rythmi sem vantar í þetta og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og FH og öll önnur lið að fá leik.“

Um hvernig er að stýra liði í aðstæðum sem þessum sagði Rúnar.

„Það er mjög erfitt að lóðsa þessu áfram og koma mönnum og halda þeim í toppformi. Það eru engar snertingar leyfðar og tveggja metra regla en við höfum reynt að fylgja því eins vel og við getum og reynt að æfa eins vel og við getum en það er erfitt. Á meðan þú ferð ekki í kontakt, færð ekki alvöru hlaup og alvöru spretti þá er þetta svolítið happa glappa.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR hugi að styrkingu hópsins nú í glugganum.
Athugasemdir
banner