Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fös 14. ágúst 2020 20:46
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Kristins: Þeir nýttu sína sénsa
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Rúnar Kristinsson þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er bara alltaf jafn fúlt að tapa fótboltaleikjum og við erum mjög ósáttir við að tapa. Við teljum okkur hafa átt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við spilum þennan leik ágætlega fyrir utan einhvern 15-20 mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks þar við hleyptum FHingum alltof mikið inn í leikinn en svona er þetta. FH er gott lið og þeir nýttu sína sénsa en það gerðum við ekki.“
Sagði Rúnar Kristinnsson þjálfari KR um leikinn eftir 1-2 tap hans manna gegn FH í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 FH

Leikurinn í kvöld markar annað upphaf á tímabilinu hér heima eftir að hlé var gert á mótinu vegna Covid-19 um síðastliðin mánaðarmót.
Evrópuleikir eru framundan hjá KR og fleiri liðum og því væntanlega kærkomið að mótið hafi farið af stað á þessum tímapunkti í aðdraganda þeirra leikja.

„Það er gríðarlega mikilvægt og það sést í dag. Við erum fínir í fyrri hálfleik en þreyta í upphafi síðari hálfleiks. VIð náðum að hrista það af okkur og keyra upp smá tempó síðustu 25 og náðum að setja smá pressu á Fhingana en það var í mikilli neyð.Við vorum undir og menn þurftu að bæta aðeins í. Þetta er einhverstaðar þarna en það er þessi rythmi sem vantar í þetta og þess vegna var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur og FH og öll önnur lið að fá leik.“

Um hvernig er að stýra liði í aðstæðum sem þessum sagði Rúnar.

„Það er mjög erfitt að lóðsa þessu áfram og koma mönnum og halda þeim í toppformi. Það eru engar snertingar leyfðar og tveggja metra regla en við höfum reynt að fylgja því eins vel og við getum og reynt að æfa eins vel og við getum en það er erfitt. Á meðan þú ferð ekki í kontakt, færð ekki alvöru hlaup og alvöru spretti þá er þetta svolítið happa glappa.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem hann ræðir meðal annars hvort KR hugi að styrkingu hópsins nú í glugganum.
Athugasemdir