Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 14. ágúst 2022 14:10
Aksentije Milisic
Guardiola kemur Haaland til varnar
Mynd: EPA

Erling Braut Haaland var í byrjunarliði Manchester City í gær sem vann þægilegan 4-0 sigur á Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.


Norski framherjann hafði hljótt um sig í leiknum en hann átti aðeins tvær heppnaðar sendingar í öllum leiknum og ein þeirra skilaði stoðsendingu.

Þá átti Haaland einungis átta snertingar á boltann í öllum leiknum en það er einni snertingu fleiri heldur en Romelu Lukaku gerði á síðustu leiktíð gegn Crystal Palace, en það er met yfir fæstu snertingar hjá leikmanni í deildinni.

„Erfiðasta starf í heimi er að vera sóknarmaður á móti vörn sem spilar með þrjá miðverði og þrjá miðjumenn. Þú ert á milli þessara leikmanna," sagði Pep.

„Við munum oft mæta liðum sem spila svona en þetta er spurning um tíma. Með þau gæði sem Haaland býr yfir sem leikmaður, þá munum við finna hann."

Haaland gerði tvennu gegn West Ham í fyrstu umferðinni en hann komst ekki á blað í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner