Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Átti Romero að fá rautt spjald?
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjandslagur Chelsea gegn Tottenham var ansi fjandsamlegur þar sem menn tókust mikið á og þá sérstaklega í seinni hálfleik.

Antonio Conte og Thomas Tuchel lentu í tveimur rimmum, Kai Havertz fór í algjöran vælugír og svo virðist Cristian Romero hafa sloppið við að fá rautt spjald.

Tottenham átti hornspyrnu á síðustu sekúndum leiksins og var Romero eitthvað pirraður á Marc Cucurella sem dekkaði hann í vítateignum. 

Boltinn barst fyrir markið og átti leikmaður Tottenham skalla sem Edouard Mendy varði í aðra hornspyrnu en á meðan það gerðist þá áttust Romero og Cucurella við innan teigs.

Romero tók upp á því að rífa Cucurella niður á hárinu, enda er hann ansi hárfagur maður. Dómari leiksins horfði á atvikið eiga sér stað en aðhafðist ekkert og ákvað VAR teymið ekki að meta þetta sem rautt spjald.

Tottenham tók næstu hornspyrnu og skallaði Harry Kane boltann í netið til að stela stigi. Lokatölur 2-2 og Thomas Tuchel væntanlega ósáttur að leikslokum.

Sjáðu atvikið


Athugasemdir
banner
banner
banner