Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 15:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjálfari Zrinjski: Blikar gefa eftir á síðasta hálftímanum
Igor Stimac er þjálfari Zrinjski.
Igor Stimac er þjálfari Zrinjski.
Mynd: EPA
Mikið undir í kvöld.
Mikið undir í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur sneri leiknum gegn Breiðabliki sér í vil með tveimur mörkum seint í leiknum eftir hornspyrnur síðasta sunnudag.
Valur sneri leiknum gegn Breiðabliki sér í vil með tveimur mörkum seint í leiknum eftir hornspyrnur síðasta sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum meðvitaðir um að við þurfum að skora fleiri mörk, svo við leggjum leikinn upp út frá því. Leikurinn er 90 mínútur, en við munum ekki flýta okkur. Það var staðfest í síðasta leik hjá Breiðabliki að þeir gefa eftir á síðasta hálftímanum, en við munum ekki bíða. Við munum reyna að halda stöðugum leik. Það verður erfitt að finna svæði miðsvæðis, við þurfum að finna svæði á vængjunum," sagði Igor Stimac, þjálfari Zrinjski, fyrir leikinn gegn Blikum í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Zrinjski Mostar

„Við búumst við ákveðnum andstæðingi. Þeir mættu erfiðum andstæðingi í deildinni heima og töpuðu 2:1 á síðustu mínútunum, með tveimur ódýrum mörkum undir lokin."

„Ég tel að þeir muni reyna að ógna okkur á fyrstu 20 mínútunum og reyna pressa okkur. Við verðum að vera einbeittir ólíkt því sem við vorum í fyrri leiknum, við verðum að vera varkárari því þar gerðum við mistök sem kostuðu okkur. Það var strax betra í seinni hálfleiknum þar sem við vorum með yfirburði og leituðum að lausnum."

„Þetta er á gervigrasi, mjög hraður völlur. Við sjáum hvernig þetta gengur, strákarnir mættu í góðum gír eftir ferðalagið, svo ég vona það besta,"
sagði þjálfarinn.

Staðan í einvíginu er 1-1 eftir fyrri leikinn sem fram fór í Bosníu. Leikurinn í kvöld er seinni leikurinn í einvígi liðanna í 3. umferð forkeppninnar í Evrópudeildarinnar.

Sigurvegarinn í einvíginu mætir annað hvort Utrecht eða Servette í tveggja leikja umspili um sæti í sjálfri Evrópudeildinni.
Athugasemdir