Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr búningur Man City fær hörð viðbrögð
Jeremy Doku í nýja búningnum.
Jeremy Doku í nýja búningnum.
Mynd: Man City
Manchester City hefur gefið út þriðja búning sinn fyrir komandi keppnistímabil.

Þetta er vægast sagt athyglisverður búningur en hann dregur innblástur sinn í veðrið í Manchester.

Þar í borg er oft rigning en hönnuðir City voru ekkert að flækja hlutina; settu bara rigningardropa á gráan, ljósgrænan og bláan búning.

Óhætt er að segja að búningurinn hafi fengið hörð viðbrögð en fólk virðist ekki vera sérlega hrifið.

„Er þetta skrýtnasta treyja sögunnar?" skrifar Engilbert Aron Kristjánsson meðal annars á samfélagsmiðilinn X.

Hér fyrir neðan má sjá brot af viðbrögðunum.









Athugasemdir
banner
banner