Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 14. ágúst 2025 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Komið epli þarna inn sem er ekki á sömu bylgjulengd"
Aron í leiknum gegn Breiðabliki.
Aron í leiknum gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron fann sig ekki gegn Breiðabliki.
Aron fann sig ekki gegn Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron í leik gegn Vestra fyrr á tímabilinu.
Aron í leik gegn Vestra fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Jóhannsson kom inn í byrjunarlið Vals fyrir stórleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni á dögunum Aron átti erfitt uppdráttar í leiknum og var settur í vondan dag í skýrslunni.

„Aron Jó átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Hann var maðurinn sem átti að tengja vörn og sókn í uppspili en það gekk ekki eins og skyldi," skrifaði Kári Snorrason.

Einnig var rætt um frammistöðu Arons í Innkastinu þar sem hann var gagnrýndur. Hann sýndi fínar rispur fyrr á tímabilinu en er núna að stíga upp úr meiðslum.

„Það er alveg hægt að segja að leikurinn breytist þegar Aron fer út af, til hins betra fyrir Val," sagði Benedikt Bóas Hinriksson, stuðningsmaður Vals, í Innkastinu.

„Það verður að segjast með Aron að menn eru stressaðir í kringum hann. Það sem ég set út á við Aron er að hann kemur inn í einhvern 'quarterback' fíling og ætlar að dreifa boltanum, spyrna langt og setja einhvern í gegn og þannig. Hann hittir ekki á menn og ef það er farið frá honum - því hann er ekki hraður og 'coverar' ekki mikið svæði - þá er þetta bara... 'sorry'."

„Líkamstjáningin sem hann er með... ég er ekki hrifinn af því persónulega. Mér finnst Valshópurinn allur vera að róa í sömu átt og það sé ákveðin stemning þarna inni og þá er allt í einu komið einhvers konar epli þarna inn sem er ekki á sömu bylgjulengd. Við sjáum það þegar Frederik er tæklaður. Fyrir tveimur árum hefði einhver Valsmaður hlaupið að gæjanum sem tæklaði Frederik Schram, rifið hann upp og lesið honum pistilinn? Ég er ekki viss. Það er að gerast hins vegar í dag og ég fíla það."

„Þetta tuð í liðsfélögum, 'lélegur bolti, gerðu þetta'. Við erum á vellinum og maður heyrir alveg það sem er verið að öskra. Þetta er ekki gott," sagði Benni. „Hann kemur inn á móti Skaganum og er ekki góður þar. Hann spilar 60 mínútur (á móti Breiðabliki) og er ekki góður þar. Þetta lítur ekki vel út fyrir hann þó að hann sé að stíga upp úr meiðslum. Þetta er ekki nógu gott."

„Ef hann héti ekki Aron Jóhannsson þá efast ég um að hann væri mikið í byrjunarliðinu miðað við hvernig hann er að spila núna," sagði Valur Gunnarsson. „Hann heitir samt Aron Jóhannsson og á að vera einn hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar. Ég skil alveg að mörgu leyti að þeir vilja prófa hann, en það verður forvitnilegt að sjá hvaða hlutverk hann mun fá í framhaldinu."

Aron, sem er fæddur 1990, hefur spilað með Val frá 2022 en hann lék áður í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Póllandi. Hann hefur breyst sem leikmaður sem komu sína heim til Íslands þar sem hann er orðinn miðjumaður. Hann var áður sóknarmaður sem raðaði til dæmis inn mörkum með AZ í hollensku úrvalsdeildinni.
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Athugasemdir
banner