Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. ágúst 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd að lána ungan miðjumann
Toby Collyer.
Toby Collyer.
Mynd: EPA
Manchester United er að lána miðjumanninn Toby Collyer til West Brom í Championship-deildinni.

Laurie Whitwell, fréttamaður The Athletic, skrifar um að verið sé að ganga frá þessum skiptum.

Nokkur félög í Championship-deildinni höfðu áhuga á Collyer, þar á meðal Hull City, en það er West Brom sem er að vinna kapphlaupið um hann.

Collyer er 21 árs gamall en hann er uppalinn í Brighton. Hann hefur spilað með Man Utd frá 2022 og hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu.

Hann mun núna fá reynslu í Championship fyrir lið sem stefnir á að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner