Manchester United er að lána miðjumanninn Toby Collyer til West Brom í Championship-deildinni.
Laurie Whitwell, fréttamaður The Athletic, skrifar um að verið sé að ganga frá þessum skiptum.
Laurie Whitwell, fréttamaður The Athletic, skrifar um að verið sé að ganga frá þessum skiptum.
Nokkur félög í Championship-deildinni höfðu áhuga á Collyer, þar á meðal Hull City, en það er West Brom sem er að vinna kapphlaupið um hann.
Collyer er 21 árs gamall en hann er uppalinn í Brighton. Hann hefur spilað með Man Utd frá 2022 og hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu.
Hann mun núna fá reynslu í Championship fyrir lið sem stefnir á að komast upp um deild.
Athugasemdir