
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, verður klár í slaginn fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki á laugardaginn. Arna hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins og hafa stuðningsmenn Fimleikafélagsins verið stressaðir vegna, en hún mun að öllum líkindum leiða liðið sitt út á Laugardalsvellinum.
„Ég er bara mjög spennt og þetta leggst ótrúlega vel í mig," sagði Arna við Fótbolta.net í dag.
„Ég er bara mjög spennt og þetta leggst ótrúlega vel í mig," sagði Arna við Fótbolta.net í dag.
„Ég held að ég sé búinn að ná mér alveg að fullu og verð klár á laugardaginn," sagði Arna.
„Ég fékk eitthvað aðeins framan í læri í upphitun fyrir leikinn gegn FHL. Við vildum ekki vera að erta það eitthvað og ákváðum að vera skynsöm."
FH kemur inn í bikarúrslitaleikinn á góðu skriði en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn sem kvennalið FH fer í.
„Við erum á mjög góðu róli og höfum unnið síðustu leiki. Við erum að koma inn í þennan bikarúrslitaleik á mjög góðum tímapunkti," sagði Arna.
„Það er ótrúlega skemmtilegt að vera hluti af fyrsta FH liðinu sem gerir þetta."
Er þetta toppurinn á þessari vegferð hjá FH hingað til?
„Það hlýtur að vera, við höfum ekki verið á þessum stað áður. En við erum langt frá því að vera saddar þannig að þetta er kannski bara byrjunin frekar en toppurinn," sagði fyrirliðinn.
Allt viðtalið í spilaranum má sjá hér að ofan.
Athugasemdir