Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   fim 14. ágúst 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Arna Eiríksdóttir.
Arna Eiríksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna hefur átt stórkostlegt tímabil með FH.
Arna hefur átt stórkostlegt tímabil með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, verður klár í slaginn fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Breiðabliki á laugardaginn. Arna hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins og hafa stuðningsmenn Fimleikafélagsins verið stressaðir vegna, en hún mun að öllum líkindum leiða liðið sitt út á Laugardalsvellinum.

„Ég er bara mjög spennt og þetta leggst ótrúlega vel í mig," sagði Arna við Fótbolta.net í dag.

„Ég held að ég sé búinn að ná mér alveg að fullu og verð klár á laugardaginn," sagði Arna.

„Ég fékk eitthvað aðeins framan í læri í upphitun fyrir leikinn gegn FHL. Við vildum ekki vera að erta það eitthvað og ákváðum að vera skynsöm."

FH kemur inn í bikarúrslitaleikinn á góðu skriði en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn sem kvennalið FH fer í.

„Við erum á mjög góðu róli og höfum unnið síðustu leiki. Við erum að koma inn í þennan bikarúrslitaleik á mjög góðum tímapunkti," sagði Arna.

„Það er ótrúlega skemmtilegt að vera hluti af fyrsta FH liðinu sem gerir þetta."

Er þetta toppurinn á þessari vegferð hjá FH hingað til?

„Það hlýtur að vera, við höfum ekki verið á þessum stað áður. En við erum langt frá því að vera saddar þannig að þetta er kannski bara byrjunin frekar en toppurinn," sagði fyrirliðinn.

Allt viðtalið í spilaranum má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner