Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 14. september 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta með 'hangover'
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn, annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Víkingur vann FH 1-0 á Laugardalsvelli. Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Við vorum rólegir og yfirvegaðir, þéttir og agaðir. Mér fannst við hafa góð tök á leiknum allan tímann. Við vissum það fyrir leikinn hvað FH-liðið er gott í fótbolta. Við máttum ekki gefa þeim neinn tíma á boltann og við gerðum það."

„Veðrið spilaði sinn hluta, en bæði lið voru að reyna að spila fótbolta. Við áttum mjög góða spilkafla inn á milli. Við gáfum þeim aldrei neinn frið, pressuðum þá vel. Ég man ekki eftir teljandi færi hjá þeim."

Hvernig verður þessu fagnað í kvöld?

„Það verður fagnað aðeins. En til þess að stíga næsta skref sem félag, þá þýðir ekki að mæta á miðvikudaginn með einhvern 'hangover'. Menn verða að klára mótið með stæl ef það er tækifæri til að ná fjórða sætinu. Við verðum að nýta meðbyrinn."

Pablo Punyed, leikmaður KR, líkti Víkingi við Ajax á Twitter eftir leikinn.

„Ég er alveg sáttur við þá samlíkingu. Liðið sem endaði leikinn er gríðarlega ungt lið. Menn spiluðu eins og þeir eru búnir að spila í 100 ár. Ég sagði það fyrir leikinn hvað ég væri stoltur af strákunum, það eru 10 mánuðir síðan við hófum þessa vegferð og við erum búnir að breyta saman ásýn félagsins. Það er mikið afrek."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner