Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 14. september 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta með 'hangover'
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn, annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Víkingur vann FH 1-0 á Laugardalsvelli. Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Við vorum rólegir og yfirvegaðir, þéttir og agaðir. Mér fannst við hafa góð tök á leiknum allan tímann. Við vissum það fyrir leikinn hvað FH-liðið er gott í fótbolta. Við máttum ekki gefa þeim neinn tíma á boltann og við gerðum það."

„Veðrið spilaði sinn hluta, en bæði lið voru að reyna að spila fótbolta. Við áttum mjög góða spilkafla inn á milli. Við gáfum þeim aldrei neinn frið, pressuðum þá vel. Ég man ekki eftir teljandi færi hjá þeim."

Hvernig verður þessu fagnað í kvöld?

„Það verður fagnað aðeins. En til þess að stíga næsta skref sem félag, þá þýðir ekki að mæta á miðvikudaginn með einhvern 'hangover'. Menn verða að klára mótið með stæl ef það er tækifæri til að ná fjórða sætinu. Við verðum að nýta meðbyrinn."

Pablo Punyed, leikmaður KR, líkti Víkingi við Ajax á Twitter eftir leikinn.

„Ég er alveg sáttur við þá samlíkingu. Liðið sem endaði leikinn er gríðarlega ungt lið. Menn spiluðu eins og þeir eru búnir að spila í 100 ár. Ég sagði það fyrir leikinn hvað ég væri stoltur af strákunum, það eru 10 mánuðir síðan við hófum þessa vegferð og við erum búnir að breyta saman ásýn félagsins. Það er mikið afrek."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner