Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   lau 14. september 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta með 'hangover'
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn, annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Víkingur vann FH 1-0 á Laugardalsvelli. Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Við vorum rólegir og yfirvegaðir, þéttir og agaðir. Mér fannst við hafa góð tök á leiknum allan tímann. Við vissum það fyrir leikinn hvað FH-liðið er gott í fótbolta. Við máttum ekki gefa þeim neinn tíma á boltann og við gerðum það."

„Veðrið spilaði sinn hluta, en bæði lið voru að reyna að spila fótbolta. Við áttum mjög góða spilkafla inn á milli. Við gáfum þeim aldrei neinn frið, pressuðum þá vel. Ég man ekki eftir teljandi færi hjá þeim."

Hvernig verður þessu fagnað í kvöld?

„Það verður fagnað aðeins. En til þess að stíga næsta skref sem félag, þá þýðir ekki að mæta á miðvikudaginn með einhvern 'hangover'. Menn verða að klára mótið með stæl ef það er tækifæri til að ná fjórða sætinu. Við verðum að nýta meðbyrinn."

Pablo Punyed, leikmaður KR, líkti Víkingi við Ajax á Twitter eftir leikinn.

„Ég er alveg sáttur við þá samlíkingu. Liðið sem endaði leikinn er gríðarlega ungt lið. Menn spiluðu eins og þeir eru búnir að spila í 100 ár. Ég sagði það fyrir leikinn hvað ég væri stoltur af strákunum, það eru 10 mánuðir síðan við hófum þessa vegferð og við erum búnir að breyta saman ásýn félagsins. Það er mikið afrek."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner