Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   lau 14. september 2019 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Þýðir ekki að mæta með 'hangover'
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Fyrsti titill Arnars með Víkinga er kominn í hús. Hér er hann með markvarðarþjálfaranum, Hajrudin Cardaklija.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað maður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn, annan bikarmeistaratitilinn í sögu félagsins.

Víkingur vann FH 1-0 á Laugardalsvelli. Óttar Magnús Karlsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 FH

„Við vorum rólegir og yfirvegaðir, þéttir og agaðir. Mér fannst við hafa góð tök á leiknum allan tímann. Við vissum það fyrir leikinn hvað FH-liðið er gott í fótbolta. Við máttum ekki gefa þeim neinn tíma á boltann og við gerðum það."

„Veðrið spilaði sinn hluta, en bæði lið voru að reyna að spila fótbolta. Við áttum mjög góða spilkafla inn á milli. Við gáfum þeim aldrei neinn frið, pressuðum þá vel. Ég man ekki eftir teljandi færi hjá þeim."

Hvernig verður þessu fagnað í kvöld?

„Það verður fagnað aðeins. En til þess að stíga næsta skref sem félag, þá þýðir ekki að mæta á miðvikudaginn með einhvern 'hangover'. Menn verða að klára mótið með stæl ef það er tækifæri til að ná fjórða sætinu. Við verðum að nýta meðbyrinn."

Pablo Punyed, leikmaður KR, líkti Víkingi við Ajax á Twitter eftir leikinn.

„Ég er alveg sáttur við þá samlíkingu. Liðið sem endaði leikinn er gríðarlega ungt lið. Menn spiluðu eins og þeir eru búnir að spila í 100 ár. Ég sagði það fyrir leikinn hvað ég væri stoltur af strákunum, það eru 10 mánuðir síðan við hófum þessa vegferð og við erum búnir að breyta saman ásýn félagsins. Það er mikið afrek."

Viðtalið er hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner