Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Litu fram hjá leikmönnum í sterkari deildum
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rætt var um landsliðshóp kvenna fyrir komandi leiki gegn Lettlandi og Svíþjóð í síðasta þætti af Heimavellinum.

Sjá má hópinn með því að smella hér.

Barbára Sól Gísladóttir, bakvörður í liði Selfoss, og Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Breiðabliks, eru nýliðar í hópnum.

Anna Rakel Pétursdóttir og Guðrún Arnardóttir, atvinnukonur í Svíþjóð, voru ekki valdar í hópinn.

„Ég hefði alla vega viljað sjá Guðrúnu. Hún er búin að gera góða hluti og hún hefur ekki verið í hópnum í einhvern tíma. Þeir hafa kannski gleymt henni smá eða hvort þeir séu frekar að skoða þær sem hafa verið að gera það gott heima. Það væri gaman að sjá hana einhvern tímann þarna inni," sagði Halla Margrét Hinriksdóttir, leikmaður Víkings.

„Það stingur alla vega í stúf að þjálfarar komi í viðtöl eftir að hópurinn er tilkynntur og kalli eftir því að fá fleiri leikmenn að spila í sterkari deildum í Evrópu, og eru að svo að velja þessa leikmenn sem eru í Pepsi Max-deildinni og líta fram hjá Önnu Rakel og Guðrúnu sem eru að spila í þessum sterku deildum sem þeir vilja að leikmennirnir eru að spila í," sagði Gylfi Tryggvason.

„Eins og Anna Rakel, hún getur leyst margar stöður. Hún er vinstri bakvörður, hver á að leysa vinstri bakvörðinn ef Hallbera er ekki?"

Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Sjóðheitir nýliðar og allt í steik í neðri hlutanum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner