Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 14. september 2020 21:06
Aksentije Milisic
Pepsi Max-deildin: Grótta og Fjölnir skildu jöfn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 2 - 2 Fjölnir
0-1 Orri Þórhallsson ('21 )
1-1 Pétur Theódór Árnason ('63 )
1-2 Jóhann Árni Gunnarsson ('66 , víti)
2-2 Tobias Sommer Sørensen ('84 )

Grótta og Fjölnir áttust við í fallbaráttuslag í kvöld en þetta var fjórtándi leikurinn hjá báðum liðum.

Fjölnismenn komust yfir á 21. mínútu þegar Orri Þórhallsson skoraði og var staðan 1-0 gestunum í vil í hálfleik. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleiknum sem var hinn rólegasti.

Það var mikið fjör í síðari hálfleiknum hins vegar. Pétur Theódór Árnason jafnaði metin eftir hornspyrnu frá Óskari Jónssyni en Fjölnir var ekki lengi að svara. Einungis þremur mínútum eftir mark Péturs fékk Fjölnir vítaspyrnu og Jóhann Árni Gunnarsson skoraði örugglega úr henni.

Sex mínútum fyrir leikslok jafnaði Tobias Sommer Sørensen leikinn.

„GRÓTTUMENN JAFNA HÉRNA LEIKINN. Hornspyrna frá Kristófer Orra frá hægri og TOBIAS stangar boltann í netið!!!
ÞETTA ER LEIKUR!!!"
skrifaði Baldvin Már Borgarsson í textalýsingunni.

Jafntefli niðurstaðan í þessum hörku leik. Bæði lið eru áfram í vondum málum. Fjölnir er á botninum með fimm stig en Grótta sæti ofar með sjö stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner