Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 14. september 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
West Ham neitar að selja Rice til Chelsea
Mynd: Getty Images
West Ham ætlar ekki að selja Declan Rice til Chelsea í sumar að sögn The Athletic.

Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill fá miðjumanninn Rice til félagsins en hann sér hann fyrir sér í vörninni hjá liðinu.

Rice var í yngri flokkum Chelsea á sínum tíma en félagið lét hann fara þegar hann var 14 ára gamall.

West Ham ætlar ekki að selja fleiri leikmenn í sumar en salan á Grady Diangana til WBA var mjög umdeild hjá stuðningsmönnum.

Hamrarnir ætla hins vegar að fá bakvörð til liðs við sig en Emerson hjá Chelsea og Sead Kolasinac hjá Arsenal eru á óskalistanum.
Athugasemdir
banner