Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   mið 14. september 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir auglýsir eftir þjálfara fyrir 2.flokk karla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Knattspyrnudeild Fjölnis auglýsir stöðu þjálfara 2. flokks karla lausa til umsóknar.


Leitað er eftir jákvæðum og metnaðarfullum einstakling með ástríðu fyrir knattspyrnuþjálfun.

Viðkomandi þarf að hafa lokið UEFA-A þjálfaragráðu og reynsla af þjálfun er skilyrði.

Í boði er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt starf við góðar aðstæður.

Hjá Fjölni er unnið metnaðarfullt starf hjá yngri flokkum og meistaraflokki, en þjálfari 2. flokks starfar náið með meistaraflokki.

Í umsókn þarf að koma fram menntun, reynsla og annað sem umsækjandi telur mikilvægt að komi fram.

Umsóknir skulu berast á [email protected] og [email protected] fyrir 23. september.


Athugasemdir
banner
banner
banner