Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 14. september 2024 17:40
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gott að vera kominn í umspilið en mér er ekki alveg sama að hafa tapað. Það er aldrei gott að tapa, og við vorum ekki góðir í dag. Vonandi er þetta bara svona eitt högg á kjaftinn og svo komum við bara sterkari í næsta leik."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. ÍR er þó komið áfram í umspil þar sem úrslit annarstaðar féll þeim í hag. Keflavík bíður ÍR í undanúrslitum umspilsins.

„Það er bara stuð, gaman að fara spila í Keflavík og náttúrulega Jói (Jóhann Birnir Guðmundsson) er með góðar tengingar þar. Við erum búnir að spila við þá tvisvar og vinna þá, og jafntefli held ég. Við bara komum með fullu sjálfstrausti þangað, og klárum það og ætlum að fara á Laugardalsvöll."

Árni hefur mikið talað um það í sumar að markmið ÍR sé að bjarga sér frá falli. Þeir gerðu gott betur en það og enduðu tímabilið í 5. sæti.

„Deildin er náttúrulega búin að vera mjög skrýtin, við erum með 35 stig og komumst í umspil sem er bara frábært. En við þurfum að spila betur en þetta til að geta gert eitthvað í þessu umspili. Þetta er bara gott fyrir klúbbinn, við komum upp í fyrra og við erum búnir að vera að tala um það að félagið á að vera Lengjudeild. Við erum að reyna að gera okkur svolítið stóra og vera þar, það er bara mikill styrkur að hafa komist í umspil."

Stuðningsmenn ÍR hafa verið öflugir í sumar og þeir sýndu það heldur betur í dag. Þeir sungu og studdu liðið allan leikinn í dag sem hlýtur að gefa liðinu mikið.

„Þau eru geggjuð. Það sýnir líka styrk félagsins þegar þú ert í svona stöðu, hverjir eru á bakvið okkur. Ég held það verði bara fleirri sem koma í næsta leik, ég veit ekkert hvort það sé hjá okkur eða hjá þeim. Þeir bara verða að finna út úr því og við reiknum bara með að við eigum stúkuna eins og við áttum hana í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner