Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 14. september 2024 17:40
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gott að vera kominn í umspilið en mér er ekki alveg sama að hafa tapað. Það er aldrei gott að tapa, og við vorum ekki góðir í dag. Vonandi er þetta bara svona eitt högg á kjaftinn og svo komum við bara sterkari í næsta leik."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. ÍR er þó komið áfram í umspil þar sem úrslit annarstaðar féll þeim í hag. Keflavík bíður ÍR í undanúrslitum umspilsins.

„Það er bara stuð, gaman að fara spila í Keflavík og náttúrulega Jói (Jóhann Birnir Guðmundsson) er með góðar tengingar þar. Við erum búnir að spila við þá tvisvar og vinna þá, og jafntefli held ég. Við bara komum með fullu sjálfstrausti þangað, og klárum það og ætlum að fara á Laugardalsvöll."

Árni hefur mikið talað um það í sumar að markmið ÍR sé að bjarga sér frá falli. Þeir gerðu gott betur en það og enduðu tímabilið í 5. sæti.

„Deildin er náttúrulega búin að vera mjög skrýtin, við erum með 35 stig og komumst í umspil sem er bara frábært. En við þurfum að spila betur en þetta til að geta gert eitthvað í þessu umspili. Þetta er bara gott fyrir klúbbinn, við komum upp í fyrra og við erum búnir að vera að tala um það að félagið á að vera Lengjudeild. Við erum að reyna að gera okkur svolítið stóra og vera þar, það er bara mikill styrkur að hafa komist í umspil."

Stuðningsmenn ÍR hafa verið öflugir í sumar og þeir sýndu það heldur betur í dag. Þeir sungu og studdu liðið allan leikinn í dag sem hlýtur að gefa liðinu mikið.

„Þau eru geggjuð. Það sýnir líka styrk félagsins þegar þú ert í svona stöðu, hverjir eru á bakvið okkur. Ég held það verði bara fleirri sem koma í næsta leik, ég veit ekkert hvort það sé hjá okkur eða hjá þeim. Þeir bara verða að finna út úr því og við reiknum bara með að við eigum stúkuna eins og við áttum hana í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner