Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
banner
   lau 14. september 2024 17:40
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gott að vera kominn í umspilið en mér er ekki alveg sama að hafa tapað. Það er aldrei gott að tapa, og við vorum ekki góðir í dag. Vonandi er þetta bara svona eitt högg á kjaftinn og svo komum við bara sterkari í næsta leik."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. ÍR er þó komið áfram í umspil þar sem úrslit annarstaðar féll þeim í hag. Keflavík bíður ÍR í undanúrslitum umspilsins.

„Það er bara stuð, gaman að fara spila í Keflavík og náttúrulega Jói (Jóhann Birnir Guðmundsson) er með góðar tengingar þar. Við erum búnir að spila við þá tvisvar og vinna þá, og jafntefli held ég. Við bara komum með fullu sjálfstrausti þangað, og klárum það og ætlum að fara á Laugardalsvöll."

Árni hefur mikið talað um það í sumar að markmið ÍR sé að bjarga sér frá falli. Þeir gerðu gott betur en það og enduðu tímabilið í 5. sæti.

„Deildin er náttúrulega búin að vera mjög skrýtin, við erum með 35 stig og komumst í umspil sem er bara frábært. En við þurfum að spila betur en þetta til að geta gert eitthvað í þessu umspili. Þetta er bara gott fyrir klúbbinn, við komum upp í fyrra og við erum búnir að vera að tala um það að félagið á að vera Lengjudeild. Við erum að reyna að gera okkur svolítið stóra og vera þar, það er bara mikill styrkur að hafa komist í umspil."

Stuðningsmenn ÍR hafa verið öflugir í sumar og þeir sýndu það heldur betur í dag. Þeir sungu og studdu liðið allan leikinn í dag sem hlýtur að gefa liðinu mikið.

„Þau eru geggjuð. Það sýnir líka styrk félagsins þegar þú ert í svona stöðu, hverjir eru á bakvið okkur. Ég held það verði bara fleirri sem koma í næsta leik, ég veit ekkert hvort það sé hjá okkur eða hjá þeim. Þeir bara verða að finna út úr því og við reiknum bara með að við eigum stúkuna eins og við áttum hana í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner