Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 14. september 2024 17:40
Haraldur Örn Haraldsson
Árni Guðna: Reiknum með að eiga stúkuna eins og í dag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Gott að vera kominn í umspilið en mér er ekki alveg sama að hafa tapað. Það er aldrei gott að tapa, og við vorum ekki góðir í dag. Vonandi er þetta bara svona eitt högg á kjaftinn og svo komum við bara sterkari í næsta leik."


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  0 ÍR

Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir að liðið hans tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í dag. ÍR er þó komið áfram í umspil þar sem úrslit annarstaðar féll þeim í hag. Keflavík bíður ÍR í undanúrslitum umspilsins.

„Það er bara stuð, gaman að fara spila í Keflavík og náttúrulega Jói (Jóhann Birnir Guðmundsson) er með góðar tengingar þar. Við erum búnir að spila við þá tvisvar og vinna þá, og jafntefli held ég. Við bara komum með fullu sjálfstrausti þangað, og klárum það og ætlum að fara á Laugardalsvöll."

Árni hefur mikið talað um það í sumar að markmið ÍR sé að bjarga sér frá falli. Þeir gerðu gott betur en það og enduðu tímabilið í 5. sæti.

„Deildin er náttúrulega búin að vera mjög skrýtin, við erum með 35 stig og komumst í umspil sem er bara frábært. En við þurfum að spila betur en þetta til að geta gert eitthvað í þessu umspili. Þetta er bara gott fyrir klúbbinn, við komum upp í fyrra og við erum búnir að vera að tala um það að félagið á að vera Lengjudeild. Við erum að reyna að gera okkur svolítið stóra og vera þar, það er bara mikill styrkur að hafa komist í umspil."

Stuðningsmenn ÍR hafa verið öflugir í sumar og þeir sýndu það heldur betur í dag. Þeir sungu og studdu liðið allan leikinn í dag sem hlýtur að gefa liðinu mikið.

„Þau eru geggjuð. Það sýnir líka styrk félagsins þegar þú ert í svona stöðu, hverjir eru á bakvið okkur. Ég held það verði bara fleirri sem koma í næsta leik, ég veit ekkert hvort það sé hjá okkur eða hjá þeim. Þeir bara verða að finna út úr því og við reiknum bara með að við eigum stúkuna eins og við áttum hana í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir