Guðrún Arnardóttir var á sínum stað í vörninni hjá Rosengard í dag sem hefur spilað ótrúlega vel í sænsku deildinni.
Liðið vann Örebro 4-0 en Rosengard er með fullt hús stiga á toppnum eftir 19 umferðir en Guðrún hefur átt fast sæti í liðinu.
Bryndís Arna Níelsdóttir var í byrjunarliði Vaxjö sem vann Pitea 1-0 en Þórdís Elva Ágústsdótir var ónotaður varamaður. Þá kom hin 17 ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir inn á sem varamaður þegar Norrköping tapaði 1-0 gegn Hacken.
Vaxjö er í 7. sæti með 25 stig eftir 19 umferðir en Norrköping er í 5. sæti með 30 stig.
Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður síðasta hálftímann þegar Lilleström vann 3-1 sigur á Stabæk í norsku deildinni. Lilleström er með 30 stig í 4. sæti eftir tuttugu umferðir.
Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður þegar Fiorentina vann AC Milan 2-1 í ítölsku deildinni. Fiorentina er með fullt hús eftir tvær umferðir.
Þorlákur Árnason og stöllur hans í Damaiense í portúgölsku deildinni unnu 1-0 gegn Albergaria/Durit. Þetta voru fyrstu stig liðsins eftir tvær umferðir. Emma Hawkins, fyrrum leikmaður FHL, kom inn á sem varamaður.