Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. október 2020 21:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ari Freyr: Birkir á heima í þessu landsliði - Segir aldrei neitt
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í liði Íslands gegn Belgíu í kvöld. Hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir leik.

Hvernig var fyrir Ara að koma inn í þennan leik eftir að hafa ekki spilað mikið að undanförnu?

„Það var frábært, ógeðlega gaman að koma inn í liðið. Spiluðum góðan leik og ég er mjög stoltur af þessu. Það hefur mikið gerst á síðustu dögum, vantar leikmenn en ógeðslega gaman þrátt fyrir að leikurinn hafi tapast," sagði Ari.

Það hefur mikið gengið á í vikunni, margir leikmenn meiðst og svo var smit innan starfsliðsins í gær. Var Ari hræddur um að liðið væri að fara inn í leikinn eins og lömb leidd til slátrunnar?

„Við vorum ekki hræddir við slátrun, ég var aðallega hræddur um þessa leikmenn sem áttu að spila þrjá leiki á stuttum tíma eins og t.d. Birkir Bjarnason og Gulla. Við eigum mikilvægan leik í næsta mánuði, eigum ekki of marga leikmenn og allir eru mjög mikilvægir fyrir hópinn. Þjóðadeildin hefur ekki verið okkar besta deild."

Hvað getur Ari sagt um Birki Má Sævarsson sem kom vel inn í landsliðið eftir árs fjarveru?

„Hann er æðislegur og ótrúlegur. Kemur inn í þetta eftir langa fjarveru. Stendur sig svona og bætir við flottu marki. Þessi drengur er gæðablóð, segir aldrei neitt og vinnur alltaf 100%, frábær í hópnum þó hann tali ekki mikið. Hann hefur ennþá gæðin og sýndi að hann á heima í þessu landsliðið," bætti Ari við.
Athugasemdir
banner
banner