Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. október 2020 21:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað þýðir það fyrir okkur að fara í B-deild Þjóðadeildarinnar?
Icelandair
Ísland fagnar marki gegn Belgíu í kvöld.
Ísland fagnar marki gegn Belgíu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við föllum niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Við föllum niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sigri fagnað gegn Rúmeníu á dögunum.
Sigri fagnað gegn Rúmeníu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir tapið gegn Belgíu í kvöld er það ljóst að Ísland fellur niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Ísland var í A-deild fyrir tveimur árum, í riðli með Belgíu og Sviss. Við töpuðum öllum okkar leikjum þar og enduðum með markatöluna 1:13.

Ísland féll úr A-deild en var áfram í henni eftir að ákvörðun var tekin um að fjölga liðum í henni.

Við erum núna í riðli með Belgíu, Danmörku og Englandi. Við höfum tapað fyrstu fjórum leikjum okkar í riðlinum og eru með markatöluna 2:11. Eftir tap í öllum fjórum leikjunum er það ljóst að fall er niðurstaðan.

Ísland er eina liðið sem hefur ekki fengið stig í Þjóðadeildinni til þessa, það er að segja á báðum þeim tímabilum sem hún hefur verið spiluð. San Marínó fékk stig gegn Liechtenstein í gær og Ísland er því eina liðið sem á eftir að fá stig í Þjóðadeildinni.

Það ber auðvitað að taka fram að Ísland hefur leikið mun erfiðari leiki þar sem San Marínó er í D-deild.

Hvað þýðir það fyrir okkur að falla niður í B-deild?
Þjóðadeildin tók við af vináttulandsleikjum í Evrópu, en skiptir miklu máli þegar kemur að umspili fyrir EM og HM. Við verðum í B-deild í Þjóðadeildinni 2022-23 sem skiptir máli gagnvart EM 2024.

Við komum til með að mæta slakari andstæðingum en í A-deild og eigum við þannig meiri möguleika á að vinna leiki. Sigurvegarar í riðlunum í B-deild Þjóðadeildarinnar tryggja sér þáttökurétt í umspili fyrir Evrópumót, ef lið komast ekki beint á EM í gegnum undanriðilinn.

Ísland komst í umspilið núna með því að vera eina liðið í A-deild Þjóðadeildarinnar sem fór ekki beint á EM.

Núna fóru átta af 12 liðunum sem voru í B-deild Þjóðadeildarinnar beint á EM, sem á að fara fram næsta sumar. Hin fjögur liðin (Bosnía, Slóvakía, Írland og Norður-Írland) úr B-deild sem fóru ekki beint á EM, fóru í umspil.

Núna er búið að fjölga liðunum í A- og B-deild úr 12 í 16. Möguleikarnir á að fara í umspil fyrir EM í gegnum Þjóðadeildina fara ekki mjög minnkandi með því að falla í B-deild, ef tekið er mið af því sem gerðist í síðustu Þjóðadeild, en vegna þess að liðunum hefur verið fjölgað þá gerir það hlutina erfiðari. Ef Ísland vinnur hins vegar sinn riðil í B-deild þá komumst við í umspil fyrir EM sama hvað, nema þá ef við förum beint á EM í gegnum undanriðilinn.

Það fara 24 lið á EM, og 20 þeirra fara beint á mótið í gegnum undanriðil. Hin fjögur fara í gegnum umspil og fara 16 lið í umspil, fjögur úr hverri deild Þjóðadeildarinnar. Ef Ísland vinnur sinn riðil í B-deild Þjóðadeildarinnar og fer ekki beint á mótið, þá förum við í umspil. Ef við vinnum ekki riðil okkar og förum ekki beint á mótið, þá verðum við að treysta á að lið sem unnu sinni riðil í B-deild fari beint á mótið og að við verðum á meðal liða með bestan árangur í B-deild sem unnu ekki riðil og fóru ekki beint á mótið. Þannig við komust við í umspil núna, með því að vera hæst setta liðið sem vann ekki sinn riðil og fór ekki beint á mótið.

Þjóðadeildin er frekar flókið fyrirbæri en línur munu klárlega skýrast þegar nær dregur.

Slóvakía og Norður-Írland munu mætast í úrslitum umspilsins í gegnum B-deild Þjóðadeildarinnar í næsta mánuði. Á sama tíma mun Ísland mæta Ungverjalandi, sem kom úr C-deild Þjóðadeildarinnar þar sem öll liðin úr A-deild, nema Ísland, fóru beint á mótið.
Athugasemdir
banner
banner