fim 14. október 2021 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
FA ákærir Hasenhuttl vegna ummæla í garð dómara
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Ralph Hasenhuttl stjóra Southampton fyrir ummæli sín í garð Mike Dean dómara.

Dean var myndbandsdómari í leik Southampton og Chelsea um síðustu helgi en James Ward Prowse leikmaður Southampton fékk að líta rauða spjaldið eftir að brot hans var skoðað aftur í VAR.

Martin Atkinson var með flautuna í leiknum en hann gaf Ward-Prowse gult fyrir brot á Jorginho. Dean ráðlagði honum að skoða atvikið aftur og þá breytti hann spjaldinu í rautt.

„Það er alltaf vandamál þegar við vitum að Mike Dean er myndbandsdómari því við höfum ekki góða reynslu af honum," sagði Hasenhuttl

Knattspyrnusambandið tók ekki vel í þessi ummæli en hann hefur til þriðjudagsins 19 október til að svara fyrir sig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner