Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 14. október 2021 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lingard segir frá skrítnum símtölum frá Mourinho
Mynd: EPA
Grein frá Jesse Lingard var birt á The Players' Tribune og segir Lingard þar frá furðulegum símtölum frá Jose Mourinho.

Mourinho var stjóri Manchester United og hringdi stundum í leikmenn sína til að taka stöðuna.

„Stundum leit ég á símann og ég var að fá Facetime-hringingu frá honum," segir Lingard.

„Mér fannst þetta mjög furðulegt fyrst. Hann hringdi og sagði 'Sæll Jesse, hvað ertu að gera?'"

„Ég svaraði bara 'Ég er bara slakur að horfa á sjónvarpið... hvað ert þú að gera?'"
sagði Lingard.

Lingard er leikmaður Manchester United og Mourinho er í dag stjóri Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner