Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 14. október 2021 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
UEFA rannsakar kynþáttafordóma í garð Elanga
Mynd: Getty Images
Anthony Elanga leikmaður u21 landsliðs Svíþjóðar og Manchester United segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá leikmanni ítalska landsliðsins á dögunum.

Svíþjóð og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli á þriðjudaginn en Elanga segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum í leiknum.

Ítalska knattspyrnusambandið þvertekur fyrir þetta en nú eru fregnir um að UEFA sé að rannsaka málið.

Svíar jöfnuðu metin í uppbótartíma og Elanga fékk að líta gula spjaldið í fagnaðarlátunum fyrir að ögra stuðningsmönnum Ítalíu, ekki er ljóst hvort stuðningsmennirnir hafi verið með fordóma.
Athugasemdir
banner
banner