Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mán 14. október 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meira en 5000 miðar seldir á síðasta heimaleik ársins
Icelandair
Frá leik Íslands og Wales síðasta föstudag.
Frá leik Íslands og Wales síðasta föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru 5100 miðar seldir á leik Íslands og Tyrklands sem fer fram í kvöld.

Leikurinn er í Þjóðadeildinni en strákarnir okkar eru með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Síðasti leikur var á föstudag þar sem Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales. Frammistaðan í síðari hálfleik var stórkostleg og vonandi að strákarnir nái að byggja á henni í kvöld.

Það er enn til nóg af miðum á völlinn í kvöld og hægt að búa til geggjaða stemningu í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðunum okkar.

Flautað verður til leiks klukkan 18:45.


Athugasemdir
banner
banner