Tyrkir unnu Íslendinga í sex marka veislu á Laugardalsvelli í kvöld en þrjú mörk voru skoruð á lokakafla leiksins.
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 4 Tyrkland
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sitt í keppninni með skalla eftir sendingu Valgeirs Lunddal Friðrikssonar.
Andri var ákveðinn í baráttunni í teignum og tókst að jafna metin en mark hans má sjá hér fyrir neðan.
Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Íslands, gerði sig sekan um slæm mistök á 88. mínútu leiksins. Hann var of lengi á boltanum í eigin teig. Tyrkir náðu að stela boltanum áður en Arda Güler, stjarna gestanna, skoraði.
Undir lok leiksins bættu Tyrkir við fjórða markinu. Boltinn datt út í teiginn fyrir Kerem Akturkoglu sem smellti honum örugglega efst í samskeytin hægra megin. Gullfallegt mark og lítið hægt að gera í því.
Athugasemdir