Ísland spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Wales síðasta föstudagskvöld. Strákarnir okkar voru 2-0 undir eftir fyrri hálfleikinn en þeir komu til baka.
Að lokum var íslenska liðið óheppið að taka ekki þrjú stig í leiknum en það hefði verið sanngjarnt.
Að lokum var íslenska liðið óheppið að taka ekki þrjú stig í leiknum en það hefði verið sanngjarnt.
Orri Steinn Óskarsson og Logi Tómasson voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag og fóru þar yfir leikinn. Orri sagði frá skemmtilegum samskiptum við Ben Davies, fyrirliða Wales og varnarmann Tottenham, undir lok leiksins.
„Við héldum áfram þar til á 93. mínútu að ýta þeim. Ég talaði við Ben Davies og hann trúði því ekki að við værum enn standandi eftir alla pressuna sem við vorum búnir að setja á þá. Þegar þú ert að setja pressu svona lengi, þá springurðu á endanum út. En við ætluðum bara ekki að springa út," sagði Orri Steinn.
„Það var mjög vel gert hvað við náðum að halda út lengi. Það var helvítis kraftur í okkur í seinni hálfleik. Ef þú ert búinn að eiga daufan fyrri hálfleik, þá hefðurðu enn meiri vilja til að koma út í seinni og sýna hvað þú ert góður."
Ísland mætir Tyrklandi klukkan 18:45 í kvöld, ef vallaraðstæður á Laugardalsvelli leyfa.
Athugasemdir