Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Gladbach kaupir bandarískan unglingalandsliðsmann
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Borussia Monchengladbach keypti í gær bandaríska unglingalandsliðsmanninn Joe Scally frá New York City FC í MLS-deildinni.

Scally, sem er 16 ára gamall, spilaði alla þrjá leiki bandaríska landsliðsins á HM U17 ára í Brasilíu og lagði þar upp eina mark liðsins.

Gladbach var með njósnara á mótinu og tókst honum að heilla þýska félagið en það hefur nú staðfest kaupin á honum.

Hann var keyptur á 1,8 milljónir evra og gengur til liðs við félagið árið 2021. Hann mun spila með New York City í MLS-deildinni á næsta tímabili áður en hann flytur til Þýskalands.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner