Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Granit Xhaka orðaður við Newcastle
Xhaka gæti verið á förum frá Arsenal.
Xhaka gæti verið á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur áhuga á því að fá miðjumanninn Granit Xhaka á láni frá Arsenal í janúar - ef leikmaðurinn hefur áhuga á því að vera áfram á Englandi.

Telegraph greinir frá þessu.

Ítalska félagið AC Milan þykir vera í bílstjórasætinu í baráttunni um Xhaka, en Steve Bruce, stjóri Newcastle, fylgist nú með stöðu mála hjá Svisslendingnum.

Xhaka hefur ekki leikið fyrir Arsenal frá því hann gekk af velli gegn Crystal Palace þann 27. október.

Staðan var 2-2 og Xhaka var lengi að ganga af velli. Þegar stuðningsmenn byrjuðu að baula á hann, þá brást hann reiður við, sendi merkjagjöf í átt að stúkunni og kallaði 'fokk off'. Hann reif sig svo úr treyjunni áður en hann óð beint inn í klefa.

Hann var í kjölfarið sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal. Pierre-Emerick Aubameyang er nú fyrirliði Lundúnafélagsins.

Hinn 27 ára gamli Xhaka vill spila reglulega til þess að vera viss um að hann verði hluti af liði Sviss á EM næsta sumar.

Hann veit af áhuga Newcastle og hefur verið talað vel um félagið og borgina við Xhaka. Fabian Schär, liðsfélagi Xhaka hjá Sviss, leikur með Newcastle.

Steve Bruce vill fá inn nýjan miðjumann og telur hann að Xhaka geti styrkt liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner