Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Daði vildi fá víti - „Vantar VAR-sjána fyrir okkur"
Icelandair
Anthony Taylor bendi ekki á punktinn.
Anthony Taylor bendi ekki á punktinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson var afar ósáttur við það að fá ekki vítaspyrnu undir lok leiksins gegn Tyrklandi í undankeppni EM.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli, en það er þar með ljóst að Ísland fer ekki beint úr riðlinum á EM. Íslendingum eiga þó enn möguleika á að komast á mótið í gegnum Þjóðadeildaumspilið í mars.

Farið var yfir atvikið þegar Jón Daði vildi fá víti á RÚV eftir leikinn.

Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Fylkis og fyrrum landsliðsmaður, vildi að meina að um vítaspyrnu hefði verið að ræða.

„Hann hangir í honum og þarna vantar VAR-sjána fyrir okkur," sagði Ólafur Ingi og bætti við:

„Þú þarft ansi stórar hreðjar til að henda í víti án þess að hafa hjálp frá VAR-sjánni fyrir framan 52 þúsund Tyrki. Þetta er víti, en ég sé af hverju hann reynir að sleppa því."

Anthony Taylor frá Englandi dæmdi leikinn.

Hér að neðan má sjá myndband.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner