Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. nóvember 2020 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Færeyjar og Svartfjallaland stefna á úrslitakeppnina
Úr leik Asera við Svartfellinga í dag.
Úr leik Asera við Svartfellinga í dag.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Svartfjallaland er komið á topp riðils 1 í C-deild Þjóðadeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Aserbaídsjan í dag.

Svartfellingar voru betri í fyrri hálfleik en misstu mann af velli rétt fyrir leikhlé. Seinni hálfleikurinn var því erfiður en hvorugu liði tókst að skora og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Lúxemborg gat náð toppsætinu með jákvæðum úrslitum í Kýpur en það gekk ekki upp. Lúxemborg komst yfir snemma leiks en missti mann af velli með rautt spjald á 33. mínútu og jafnaði Kýpur úr vítaspyrnu.

Tíu leikmenn Lúxemborgar náðu ekki að halda stöðunni jafnri út leikinn. Grigoris Kastanos, leikmaður Juventus að láni hjá Frosinone, gerði sigurmarkið í seinni hálfleik.

Svartfjallaland er í toppsætinu fyrir lokaumferðina, með 10 stig. Lúxemborg er með 9 stig. Svartfellingar taka á móti Kýpur á meðan Lúxemborg spilar við Aserbaídsjan í næstu umferð.

C-deild:
Aserbaídsjan 0 - 0 Svartfjallaland
Rautt spjald: I. Ivanovic, Svartfjallaland ('45)

Kýpur 2 - 1 Lúxemborg
0-1 I. Kousoulos ('5, sjálfsmark)
1-1 G. Kastanos ('34, víti)
2-1 G. Kastanos ('71)
Rautt spjald: V. Selimovic, Lúxemborg ('33)



Færeyingar eru þá afar nálægt því að komast í úrslitakeppnina eftir jafntefli í Lettlandi.

Leikurinn var afar jafn og komust Lettar yfir á 59. mínútu en miðjumaðurinn Gunnar Vatnhamar jafnaði mínútu síðar.

Færeyjar eru á toppnum fyrir lokaumferðina og er úrslitaleikur gegn Möltu framundan á þriðjudag. Færeyingar eru með þriggja stiga forystu á Möltu og dugir jafntefli.

D-deild:
Lettland 1 - 1 Færeyjar
1-0 V. Kamess ('59)
1-1 G. Vatnhamar ('60)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner