Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. nóvember 2020 15:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjóðadeildin: Malta vann Limalaust lið Andorra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er lokið í D-deild Þjóðadeildarinnar. Malta vann sigur á Andorra og San Marino gerði jafntefli gegn Gíbraltar.

Andorra lék án síns reynslumesta leikmanns, Ildefons Lima, þar sem hann er í banni fyrir að hafa kvartað undan því hvernig knattspyrnusambandið í Andorra stóð að Covid-tengdum málum.

Malta vann 3-1 endurkomu sigur eftir að Andorra leiddi í hálfleik. Malta er nú með átta stig eftir fimm leiki í riðli 1. Andorra er með tvö stig.

Gíbraltar og San Marínó gerðu þá jafntefli í riðli 2. Gíbraltar lék manni fleira í 40 mínútur en tókst ekki að ná skoti á mark San Marínó í leiknum.

Malta 3 - 1 Andorra
0-1 Marc Rebes ('3 )
1-1 Emili Garcia ('55 , sjálfsmark)
2-1 Jurgen Degabriele ('58 )
3-1 Shaun Dimech ('90 )

San Marino 0 - 0 Gibraltar
Rautt spjald: Davide Simoncini, San Marino ('49)
Athugasemdir
banner