
Aleksandar Mitrovic leikmaður Fulham og serbneska landsliðinu var valinn í landsliðshópinn sem mætir á HM í Katar en hann er að berjast við ökklameiðsli.
Mitrovic var ekki í leikmannahópi Fulham sem mætti Manchester United í lokaumferð úrvalsdeildarinnar fyrir HM. Dragan Stojkovic landsliðsþjálfari Serbíu tjáði sig um valið á Mitrovic.
„Mitrovic myndi fara einfættur á HM, við getum jafnvel minnkað á honum höfuðið," sagði Stojkovic léttur.
„Við höfum tíma til að breyta einhverju en ég stórefast um að það verði einhverjar breytingar. Mitrovic getur farið einfættur á HM, af hverju ekki? Yrðum einstakir með einfættann leikmann."
Mitrovic hefur farið á kostum með Fulham á þessari leiktíð en hann er með 9 mörk í 12 leikjum. Hann hefur skorað 50 mörk í 76 landsleikjum.
Dusan Vlahovic leikmaður Juventus er einnig í hópnum en hann hefur einnig átt við meiðsli að stríða.