Á miðvikudag og fimmtudag verður viðtal Piers Morgan við Cristiano Ronaldo sýnt í sjónvarpi. Í gær voru birtir bútar úr viðtalinu sem hafa vakið mikla athygli.
Ronaldo tjáði sig um Erik ten Hag, Ralf Rangnick, Wayne Rooney og ýmislegt annað. Alls hafa verið birtar tíu fréttir um málið hér á Fótbolti.net og má nálgast þær allar hér.
Ronaldo tjáði sig um Erik ten Hag, Ralf Rangnick, Wayne Rooney og ýmislegt annað. Alls hafa verið birtar tíu fréttir um málið hér á Fótbolti.net og má nálgast þær allar hér.
Morgan tjáði sig um viðtalið í morgun á Talksport og útskýrði aðdragandann að viðtalinu.
„Cristiano bað mig um að taka viðtalið. Hann sagði að það væri út af því honum líkaði við mig. Það er til fólk sem gerir það," sagði Morgan á léttu nótunum.
„Það er ekkert leyndarmál að hann hefur verið pirraður á því sem hefur verið í gang hjá United, sérstaklega síðastliðið ár. Hann taldi vera kominn tími til að tjá sig opinskátt, meðvitaður um að það myndi hrista upp í hlutunum. Hann veit að hann verður gagnrýndur en hann veit líka að hann er að segja sannleikann, sem er stundum sár."
Aðspurður vildi Morgan ekki segja hvenær viðtalið var tekið. „Það var nýlega, og er á milli mín og Cristiano. Hann hafði hugleitt þetta í svolítinn tíma og svo hringdi hann í mig."
„Hann elskar Macnhester United og stuðningsmennina, en honum finnst félagið hafa staðnað," sagði Morgan.
Ronaldo var ekki í leikmannahópi Manchester United gegn Fulham í gær vegna veikinda. Sagan segir að Ronaldo hafi vitað af því á fimmtudag að hann myndi ekki byrja gegn Fulham.
👀 “Cristiano asked me to do it.”
— talkSPORT (@talkSPORT) November 14, 2022
🔥 “He knows it’s going to be incendiary but he feels he should be doing this.”
🙏 “He loves #MUFC & the fans but feels if he doesn’t speak nothing will change.”@PiersMorgan explains how and why his interview with Ronaldo happened. pic.twitter.com/VGJMDs80ex
Athugasemdir