Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fim 14. nóvember 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hlustaðu á samskiptin sem urðu til þess að Saliba fékk rautt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
William Saliba miðvörður Arsenal fékk að líta beint rautt spjald í fyrri hálfleik á útivelli gegn Bournemouth um miðjan október.

Tíu leikmenn Arsenal réðu ekki við andstæðinga sína og urðu lokatölur 2-0 fyrir Bournemouth.

Saliba fékk rautt spjald fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður og var ákvörðunin harðlega gagnrýnd af stuðningsfólki og starfsfólki Arsenal.

Enska dómarasambandið vinnur hörðum höndum að því að auka gegnsæi í kringum sín störf og samþykkti að birta samskipti dómarateymisins þegar rauða spjaldið var dæmt.

Samskiptin má hlusta á hér fyrir neðan, þar sem Rob Jones dómari ætlaði upprunalega að gefa gult spjald en VAR-dómarinn Jarred Gillett ráðlagði honum að breyta litnum á spjaldinu eftir nánari athugun.


Athugasemdir
banner
banner
banner