Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   fim 14. nóvember 2024 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Roy Keane við Garnacho: Þá verður þú bara að finna þér aðra vinnu
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að Alejandro Garnacho eigi að finna sér vinnu annars staðar ef hann ætlar ekki að fagna mörkum sem hann skorar fyrir liðið.

Garnacho skoraði hreint stórglæsilegt mark þegar Manchester United vann 3-0 sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag.

Athygli vakti að Garnacho fagnaði markinu ekki. Bruno Fernandes, fyrirliði United, talaði um það eftir leik að argentínska ungstirnið hefði ekki fagnað þar sem hann taldi sig hafa misst trúna frá stuðningsmönnum.

Roy Keane tekur þetta ekki í mál.

„Ef þú getur ekki fagnað marki, þá er eitthvað mikið að. Þú ert með stuðningsmenn sem hafa borgað formúgu til að vera þarna og hann er að væla um einhverjir séu að láta hann heyra það," sagði Keane pirraður.

„Fólk færir fórnir til að mæta og horfa á Manchester United. Hann skoraði stórkostlegt mark. En ef þú getur ekki notið þess að skora fyrir United þá verður þú bara að finna þér aðra vinnu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner