Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 14. nóvember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin í dag - Stórleikur í Belgíu
England þarf sigur í Grikklandi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Þjóðadeildin fer aftur af stað í dag er síðasta landsleikjahlé ársins hefst með skemmtilegum viðureignum.

Belgía tekur á móti Ítalíu í stórleik í Þjóðadeildinni á meðan Frakkland spilar við Ísrael en öll þessi lið eru saman í riðli í A-deild.

Belgar þurfa sigur gegn Ítölum til að eiga möguleika á að forðast umspilsleik um að falla niður í B-deildina, á meðan Frakkar geta tryggt sér þátttöku í úrslitakeppninni með sigri.

Það eru einnig leikir á dagskrá í B- og C-deildunum, þar sem England heimsækir Grikkland í toppslag á sama tíma og lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í landsliði Írlands taka á móti Finnum.

Englendingar eru að berjast við Grikki um toppsæti riðilsins á meðan Írar og Finnar berjast um að falla ekki beint niður í C-deildina.

Noregur heimsækir þá Slóveníu í áhugaverðum slag og þá spilar Kasakstan heimaleik gegn Austurríki. Noregur, Slóvenía og Austurríki eru öll jöfn með sjö stig í toppbaráttu riðilsins.

Að lokum eiga frændur okkar frá Færeyjum útileik í Armeníu í C-deild.

A-deild
19:45 Belgía - Ítalía
19:45 Frakkland - Ísrael

B-deild
15:00 Kasakstan - Austurríki
19:45 Grikkland - England
19:45 Írland - Finnland
19:45 Slóvenía - Noregur

C-deild
17:00 Armenía - Færeyjar
19:45 Norður-Makedónía - Lettland
Athugasemdir
banner
banner
banner